Umhverfisstefna Málningarvara

Í starfsemi Málningarvara verður leitast við að lágmarka áhrif á umhverfið og stefna sífellt að betri árangri í umhverfisvernd í daglegum rekstri fyrirtækisins. Forstjóri Málningarvara, Karl Jónsson, er ábyrgur fyrir viðhaldi og endurskoðun stefnunnar. Sérhver starfsmaður framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í öllu starfi sínu og sýnir gott fordæmi. Stefna Málningarvara í umhverfismálum er að vinna stöðugt að endurbótum með það að markmiði að lágmarka áhrif fyrirtækisins á umhverfið.

Þetta gerum við með því að:

  • Uppfylla lög og reglugerðir um umhverfismál og að tryggja að starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi verndunar umhverfisins í aðgerðum sínum.
  • Flokka allt sorp sem fellur til og lágmarka notkun á rekstrar og skrifstofuvörum.
  • Forðast alla sóun við meðhöndlun og notkun hráefna og umbúða. Endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er og farga öðru á viðeigandi hátt.
  • Leitast við að nota efni og umbúðir sem eru umhverfisvænar.
  • Mengunarvarnir fyrirtækisins séu í samræmi við lög og reglugerðir og þess sé gætt við allar breytingar og nýbyggingar taki mið af líklegum framtíðarkröfum á þessu sviði.
  • Leita stöðugt leiða til að minnka notkun umbúða, orku og vatns við framleiðslu, sölu og dreifingu vara fyrirtækisins.

Umhverfismarkmið Málningarvara:

  • Umhverfisvænir bílar hjá fyrirtækinu fyrir 2022
  • Allt sorp er nú flokkað.
  • Lífrænir plastpokar á fyrrihluta 2021
  • Pappírslaus viðskipti fyrir árslok 2021
  • Innleiða grænt bókhald fyrir lok 2021